top of page

Fullveldishátíð


Við héldum upp á fullveldisafmæli Íslands með þemaviku, opnu húsi og sýningu, 1. desember s.l.

Það var þemavika vikuna fyrir hátíðina þar sem hver árgangur fékk einn áratug til að vinna með og eina skólastofu til að sýna afrakstur vinnunnar. Nemendur tíunda bekkjar fengu áratuginn frá 1918 til 1927, nemendur 9. bekkjar áratuginn frá 1928 til 1937 svo koll af kolli og nemendur fyrsta bekkjar voru með árin frá 2008 – 2018. Nemendur leituðust við að túlka sinn áratug út frá sjónarhorni barnsins og greina frá sögu Snæfellsbæjar, Íslands og mannkyns. Þemavikan gekk í alla staði mjög vel. Hún var vel undirbúin og framkvæmdin var fumlaus. Það var ánægjulegt að ganga um skólahúsnæðið í þemavikunni og upplifa áhuga og gleði nemenda við námið. Punkturinn yfir i-ið var svo opna húsið þar sem afrakstur þemavikunnar var sýndur, boðið var upp á þjóðlegar veitingar og hátíðarsamkoma var í íþróttahúsinu.

Nemendur Lýsuhólsskóla tóku þátt í þemavikunni, þeirra útgangspunktur var barn í sveit. Veðrið setti strik í reikninginn, skólinn var felldur niður í tvo daga, rúða brotnaði í illviðrinu og verkefni sem voru í vinnslu löskuðust. Fyrirhugað er að sýna þeirra vekefni við fyrsta tækifæri. Nemendur og kennarar komu norður yfir á opna húsið og tóku þátt í gleðinni.Sýningarnar okkar voru mjög vel sóttar af íbúum og voru sýningargestir mjög ánægðir með það sem þeir sáu og upplifðu.Ég vil þakka starfsfólki skólans fyrir vel unnin störf, nemendum fyrir góða vinnu, íbúum fyrir greiðvikni við undirbúninginn og sýningargestum fyrir komuna.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page