Bókaveislan
Bókaveisla 10. bekkjar fór fram á Klifi, mánudaginn 10. desember. Hún er eitt af átthagafræðiverkefnum skólans þar sem áhersla er lögð á að tengja saman skólann og samfélagið. Rithöfundarnir Einar Kárason, Yrsa Sigurðardóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason og Þorgrímur Þráinsson kynntu og lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur sömdu og fluttu kynningar á höfundunum og seldu veitingar í hléi með aðstoð foreldra sinna.
Það var gaman að sjá hvað nemendur okkar skiluðu verkefninu vel frá sér og voru prúðir í alla staði. Þá var ánægjulegt að sjá hve margir mættu til að njóta kvöldsins með okkur.