top of page

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember


Nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar í 1. – 4. bekk héldu Dag íslenskrar tungu hátíðlegan að venju. Samkoma var á sal á Hellissandi, nemendur sungu íslensk lög og tilkynnt var um úrslit í smásagnasamkeppni bekkjanna en nemendur 4. bekkjar sáu um að kynna dagskrána. Eftirfarandi nemendur unnu til verðlauna fyrir sögur sínar: Arna Eir Örvarsdóttir í 1. bekk, Hrefna Jónsdóttir í 2.bekk, Ragna Egilsdóttir í 3. bekk og Antoni Marcel Swielek í 4. bekk og hlutu þau öll bækur eftir íslenska höfunda í verðlaun. Lásu þau sögurnar sínar fyrir viðstadda. Allir þátttakendur í sögusamkeppninni fengu viðurkenningarskjöl. Þessi hátíð er árlegur viðburður og mikilvægur hlutur í skólastarfinu.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page