top of page

Jól í skókassa

"Jól í skókassa” er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM og KFUK sem felst í því að gleðja fátæk börn í Úkraínu. Útbúnar eru sérstakar jólagjafir þar sem ákveðnir hlutir eru settir í skókassa. Lisa yfir hvað á að fara í skókassana má nálgast á heimasíðu verkefnisins. Nemendur í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar tóku þátt í verkefninu eins og undanfarin ár. Hver bekkur safnaði í 5 skókassa og sendu því alls 20 skókassa. Flesta munina komu börnin með að heiman utan tannkrem og tannbursta sem Tannlæknastofa Ara Bjarnasonar hafði útvegað. Þau unnu svo saman að því að raða í kassana og merkja þá með kyni og aldri barns. Séra Óskar Ingi Ingason sóknarprestur koma svo í skólann og tók formlega á móti skókössunum frá nemendum og sá um í samvinnu við skólann að koma þeim til flutningsaðila sem sáu um að flytja þá til Reykjavíkur skólanum að kostnaðarlausu. Vildi skólinn koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við þetta verkefni

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page