top of page

Piparkökudagurinn!


Hinn árlegi piparkökudagur fyrir 1.-10.bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar verður haldinn laugardaginn 24.nóvember í húsnæði grunnskólans í Ólafsvík og á Hellissandi.

Bakað verður frá kl. 9-13.

Ekki þarf að skrá sig, heldur mætir hver og einn á þeim tíma og á þann stað sem hann óskar. Piparkökudagurinn er hefðbundinn. Fjölskyldan mætir í skólann með svuntur, kökukefli, piparkökumót, spaða, kökubox og góða skapið.

Hver skammtur af kökudeigi kostar 500 kr eins og áður. Boðið er upp á glassúr til að skreyta með og gott er að koma með ofnskúffu til að setja piparkökurnar í á meðan glassúrinn er að þorna.

Bekkjarráð sér um að baka kökurnar og aðstoða eftir þörfum.

Boðið verður upp á kaffi og djús.

Sjáumst öll í jólaskapi!! J

Foreldrafélag GSNB

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page