Pólland
Í gær var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Pólland varð sjálfstætt ríki. Í tilefni tímamótanna er flaggað við skólahúsnæði skólans í Ólafsvík og nemendur af pólskum uppruna, sem eru tæplegs 20% nemenda skólans, merktu uppruna sinn inn á landakort af Póllandi.