top of page

Læsi og læsisstefna


Lestur og læsi í víðum skilningi þess orð er gríðarlega mikilvæg færni í nútímasamfélagi svo einstaklingar geti verið virkir samfélagsþegnar, geti skilið betur það umhverfi sem þeir lifa og hrærast í. Læsisteymi skólans lauk við samningu læsisstefnu nú í sumar og eru þeim sem komu að þeirri vinnu hér með færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Lestur er lykill að ævintýrum lífsins er yfirskrift læsisstefnu Grunnskóla Snæfellsbæjar. Hún vísar til þess að skapa tækifæri fyrir einstaklinginn til þess að hverfa inn í heim ævintýra með lestri góðra bóka og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Slík upplifun getur haft áhrif á nýsköpun, framfarir og færni í að leita lausna í daglegu lífi. Við leggjum áherslu á að læsi er ekki stök námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Lestrarþjálfun er samstarfsverkefni heimilis og skóla og er grunnur að farsælli lestrarfærni.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page