top of page

Perlað af krafti


Nemendur í 4. til 10. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar perluðu af krafti á síðasta fimmtudag. Þann dag fóru nemendur á sal skólans með kennurum sínum og starfsfólki þar sem perluð voru armbönd fyrir Kraft stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Krafi mætti með efni í armböndin og leiðbeindi um gerð þeirra. Voru nemendur mjög áhugasamir og duglegir að perla. Hafði Ragnheiður það á orði að það væri frábært að fylgjast með krökkunum sem perluðu af miklum krafti og voru perluð 476 armbönd sem verður að teljast frábær árangur á 160 mínútum. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur svo til Krafts. Geta nemendur verið stoltir af þessu framlagi sínu til góðs málefnis.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page