top of page

Mánudaginn 17. september, fáum við góða gesti

Kristín Tómasdóttir og Bjarni Fritzson munu koma og halda kynskipta fyrirlestra þar sem þau fara m.a. yfir hugtakið sjálfsmynd, hvernig nemendur geta lært að þekkja sína eigin sjálfsmynd og svo leggja þau til leiðir til þess að fyrirbyggja að sjálfsmyndin þróisti neikvæða átt.

Kristín og Bjarni eru bæði sálfræðimenntuð og byggja fræðsluna sína á bókum sem þau hafa skrifað um efnið ætlað unglingum. Kristín hefur skrifað bækurnar Stelpur (2010), Stelpur A-Ö (2011), Stelpur geta allt (2012), Strákar (2013), Stelpur 10 skref að sterkari sjálfsmynd (2015) og Sterkar Stelpur (2017). Bjarni hefur skrifað bækurnar Strákar (2013) og Öflugir strákar (2016) en frá honum er væntanleg ný bók um jólin.

Að loknum nemendafyrirlestrum haldur Kristín erindi fyrir foreldra og fagfólk þar sem hún fer yfir góð ráð til þess að fylgja fyrirlestrunum eftir. Sá fyrirlestur hefst kl. 18:00 og verður í skólanum í Ólafsvík

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page