Snillismiðjan

Við í 3.bekk skelltum okkur í heimsókn í snillismiðjuna til hennar Hullu en þar fá snillingar tækifæri til að skapa og prófa sig áfram með allskyns efnivið. Hulla sýndi okkur smiðjuna og svo fengu nemendur að búa sér til flautur úr tunguspöðum, pappír, teygjum og tannstönglum.