top of page

Hringekja í 3.-4. bekk


Við höfum verið að vinna með átthagafræði í hringekju í 3-4.bekk. Í síðustu tímum höfum við meðal annars unnið með minnismerkið "Beðið í von" eftir Grím Marínó Steindórsson. Við fórum í sögu minnismerkisins og við það vöknuðu margvíslegar spurningar, meðal annars mun á bátum við sjósókn fyrr á öldum miðað við skipakost í dag. Hvenær var farið að nota björgunarvesti og annan björgunarútbúnað við sjósókn og einnig var spáð í hvernig sundkunnáttu sjómanna var fyrr á tímum. Síðan notuðum við tækifærið þegar við fórum til baka að skoða listaverkin sem eru að spretta upp þessa dagana.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page