top of page

Heimasíða átthagafræðinnar opnuð


Síðastliðin átta ár hefur átthagafræði verið fastur liður í skólastarfi Grunnskóla Snæfellsbæjar í öllum árgöngum. Í dag opnuðum við nýja heimasíðu um átthagafræðina þar sem hægt er að kynna sér námskrá hennar auk fleiri þátta.

Við erum afskaplega stolt af síðunni okkar og gleður það okkur að gera öðrum fært að kynna sér starfið okkar í átthagafræðinni. Vefslóðin að síðunni er https://www.atthagar.is/ . Til að fylgja opnun hennar eftir birtist í dag grein í vefritinu Skólaþræðir um átthagafræðina. http://skolathraedir.is/2018/04/20/atthagafraedi-i-grunnskola-snaefellsbaejar/

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page