top of page

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi

Stóra upplestrarkeppnin á Snæfellsnesi var haldin í Ólafsvíkurkirkju í gærkveldi. Athöfnin var vel skipulögð og hátíðleg, m.a. léku tveir nemendur úr sjöunda bekk á hljóðfæri sín, þau Hjörtur Sigurðarson og Anja Huld Jóhannsdóttir og boðið var upp á veitingar.

Okkar fulltrúar voru þau Björn Óli Snorrason, Davíð Svanur Hafþórsson og Sylvía Dís Scheving. Varamaður þeirra var Eyrún Hjartardóttir. Sylvía Dís var hlutskörpust og hlaut fyrsta sætið. Í öðru sæti var Ingigerður Sól Hjartardóttir úr Grunnskóla Stykkishólms og Kolbrún Líf Jónsdóttir úr Grunnskóla Grundarfjarðar var í þriðja sæti. Við óskum þeim öllum til hamingju. Okkar fulltrúar stóðu sig allir vel, voru skýrmæltir og áheyrilegir. Óskum við þeim til hamingju með frammistöðu sína sem var þeim og skólanum til mikils sóma og Sylvíu Dís með fyrsta sætið, frábær árangur.

Skipulag og framkvæmd viðburðarins var til sóma og eiga þau sem komu að honum þakkir skildar. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn, standa fyrir viðburðinum á landsvísu, Félags- og skólaþjónustan og Grunnskóli Snæfellsbæjar héldu utan um skipulag og framkvæmd hér heima. Hafið þið öll þökk fyrir.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page