top of page

Hundrað daga hátíð


Í dag héldu nemendur 1. - 4. bekkjar hundrað daga hátíð í tilefni þess að þeir hafa verið 100 daga í skólanum þetta skólaárið. Nemendur gerðu margt skemmtilegt t.d. bjuggu þeir til 100 daga gleraugu, gerðu 100 leikfimisæfingar og byggðu úr 100 kubbum. Í lok dagsins fengu nemendur að telja ýmis góðgæti í poka, 10 af hverri gerð svo alls varð það 100.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page