top of page

Frá umhverfisnefnd skólans


Grunnskóli Snæfellsbæjar er stoltur handhafi Grænfánans og hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að bæta starf skólans til að gera hann umhverfisvænni.

Næstu skref hjá okkur eru að draga úr matarsóun ásamt því að minnka umfang umbúða í skólanum. Ein leið til þess er að nemendur sem taka með sér nesti í skólann taka allan afgang og allar umbúðir af nesti sínu með sér heim í lok dags .

Einn ávinningur þess fyrir foreldra er að átta sig á hversu mikið barn þeirra borðar af því nesti sem það er sent með í skólann og einnig að nemendur geri sér grein fyrir hversu miklar umbúðir falla til.

Huga þarf að því, þegar barn er sent með t.d. skyr eða jógúrt, að ganga þannig frá matnum í skólatöskuna að hann spilli engu í töskunni því að allir afgangar t.d. hálfkláraða skyrdós þurfa börnin að taka með sér heim aftur.

Við bendum hér á tvær slóðir aðila sem selja margnota poka undir matvæli. Krums í Grundarfirði saumar stærðir að óskum hvers og eins.

https://hjal.myshopify.com/collections/margnota-pokar http://imgrid.net/post/1593549642380751489_1041759524

Við hefjum þetta átak þann 1. desember og vonumst til að allir séu tilbúnir að vinna þetta með okkur.

Umhverfisnefnd GSNB: Albína Gunnarsdóttir, Guðríður Þórðardóttir, Guðmunda H. Þórðardóttir og Ingiríður Harðardóttir.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page