top of page

Útvarp GSnb 103,5


Þetta er í annað sinn sem við höldum úti útvarpi í aðdraganda jóla. Við sendum út á tíðninni 103,5 frá þriðjudeginum 12.12. til föstudagsins 15.12. Stefnt er að því að hægt verði að hlusta á útvarpið á netinu.

Til þess að útvarpið verði að veruleika þarf margt að smella saman. Undirbúningur þarf að vera góður, upptökur og handritagerð þarf að vanda. Ávinningurinn fyrir nemendur er margvíslegur, hæfileikar sem öllu jafna eru ekki þjálfaðir fá notið sín s.s. munnleg framsögn, samning handrita og tæknimenn fá tækifæri til að læra á nýja tækni. Vil ég þakka nemendum og starfsfólki fyrir undirbúning og framkvæmd, fyrirtækjum og stofnunum fyrir stuðninginn.

Það er von okkar að þetta framtak verði árviss viðburður í aðdragandi jóla, líkt og Bókaveislan hefur verið síðustu 15 ár.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page