top of page

Örnámskeið um málþroska barna


Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur gert samning við Fjarþjálfun Tröppu í vetur en með því er skólinn að bæta þjónustu við nemendur sem þurfa á markvissri talþjálfun að halda. Trappa býður m.a. upp á fjarþjálfun talmeinafræðinga í gegnum netið.

Miðvikudaginn 8. nóvember eigum við von á fulltrúum Tröppu í heimsókn í Snæfellsbæ. Í tilefni þess bjóðum við öllum foreldrum barna í leikskóla og á yngra stigi grunnskólans til þess að koma á stutt námskeið um mikilvægi málþroska barna.

Námskeiðið fer fram í húsnæði grunnskólans á Hellissandi kl. 16.00.

Hlökkum til þess að sjá sem flesta

EndFragment

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page