Fjölmenningarhátíð
Laugardaginn 21. október var haldin Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum sem tókst mjög vel. Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar lásu brot úr bókinni Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason á 6 tungumálum, þ.e. íslensku, pólsku, ensku, bosnísku, þýsku og rúmensku. Þau sem lásu voru: Björg Eva í 8.bekk (kynnir), Matthildur í 6.bekk, Hanna í 4.bekk, Adam í 7.bekk, Minela og Benedikt í 9.bekk og Stefanía í 5.bekk. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og þökkum við þeim fyrir sitt framlag.
EndFragment