top of page

Vinaliðaferð


Vinaliðaverkefnið hefur verið í gangi í Grunnskóla Snæfellsbæjar í þrjú skólaár. Valdir eru vinaliðar úr 3.-7. bekk, 4 nemendur úr hverjum bekk sem velja og sjá um leiki í frímínútunum á yngsta- og miðstigi einu sinni til tvisvar sinnum í viku.

Vinaliðarnir fá verðlaun í lok hverrar annar. Hópurinn fer saman í óvissuferð þar sem farið er í leiki, sund og boðið upp á pizzu. Vinaliðarnir á vorönn 2017 fóru inn í Stykkishólm fyrir nokkrum dögum og skemmtu sér vel saman.

Berglind, Ólöf og Dagbjört​

StartFragment

EndFragment

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page