top of page

Mikilvægi sumarlesturs


Lesskilningur er meginmarkmiðið er grein sem Rannveig Lund og Guðlaug Einarsdóttir, sérkennarar í Flataskóla, skrifuðu í Skólavörðuna (2. tbl. 10. árg. mars 2010). Þar kemur m.a. fram að ekki séu kennarar sammála um hvort börn eigi að þjálfa sig í lestri í skólaleyfum eða eiga frí frá því. Í rannsókn þeirra kom fram að afturför varð hjá 13 af 18 nemendum fjórða bekkjar í Flataskóla. Afturför varð einnig hjá börnunum í 3. bekk en ekki jafn almenn. Línuritið hér að neðan sýnir einkunn barns í 4. bekk Flataskóla á þremur tímabilum. Fyrstu tvær mælingarnar eru fyrir og eftir sumarleyfi.

Út frá þessum upplýsingum er dregin sú ályktun að upplýsa eigi foreldra um hættu á afturför í lestri ef ónóg eða engin þjálfun á sér stað yfir langt tímabil á þessu stigi lestrarþróunar og er það gert hér með. Reynsla kennara við skólann okkar er í samræmi við reynslu sérkennara Flataskóla.Síðustu daga hefur veðrið leikið við okkur, sól og blíða upp á hvern dag. Þessa daga og þá sem eftir lifa af skólaárinu höfum við m.a. nýtt til útivistar og ferðalaga. Ferðirnar eru í anda námskrár okkar í átthaga- og umhverfisfræðum þar sem nemendur læra um náttúru og sögu á vettvangi. Menntunargildi slíkra ferða er ótvírætt og mikilvæg viðbót við bóknámið.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page