Lýsuhólsskóli
Þann 18. maí voru haldnir vortónleikar tónlistarskólanemenda í Lýsuhólsskóla og sama dag var vorsýning á handverki nemenda þetta skólaárið. Fjöldi aðstandenda og velunnara skólans heimsótti okkur þennan dag, hlýddi á nemendur flytja skemmtilega tónlist, bæði sem einleikara og síðan saman í hljómsveit, röltu síðan um skólann og skoðuðu margvísleg verk nemenda og fengu veitingar. Þakkir til allra sem komu