top of page

Höskuldsá hreinsuð


Eftir brúðuleiksýninguna á föstudaginn fórum við í 2. bekk að hreinsa til í Höskuldsá. Okkur fannst vera komið frekar mikið rusl í hana og tímabært að taka til hendinni því ekki viljum við fóðra rusladrekann (samnefnd bók eftir Bergljótu Arnalds). Við fengum æðislegt veður og krakkarnir voru að vanda mjög duglegir.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page