top of page

Snæfellsjökull


Í dag fóru nemendur í 10. bekk í útskriftarferð sína í átthagafræði. Leiðin lá upp á Snæfellsjökul sem því miður sýndi ekki sínar bestu hliðar í dag og faldi sig í skýjunum. Það kom þó ekki að sök og skemmtu nemendur og starfsfólk sér við leik í hlíðum jökulsins. Nemendur fóru upp í þremur hópum og var hver hópur um þrjár klukkustundir í ferðinni. Það gafst því góður tími til leikja í snjónum. Summit Adventure Guides á Gufuskálum bauð nemendum í ferðina og lagði til þotur og svokallaðar túpur til að renna sér á og kunnum við þeim okkar bestu þakkir. Dagurinn heppnaðist mjög vel og voru nemendur mjög ánægðir með lokaferðina í átthagafræði.

Fleiri myndir og myndbönd á Facebook síðu Grunnskóla Snæfellsbæjar.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page