top of page
Search

Átthagaferð 6.b. á Brimilsvelli

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • May 10, 2017
  • 1 min read

StartFragmentFarið var í átthagafræði ferð með nemendur í 6.bekk föstudaginn 5. maí 2017. Þar tóku þau Veronica Osterhammer og Gunnar Tryggvason á móti okkur. Veronica fylgdi okkur fyrst í Brimilsvallakirkju og sagði okkur sögur af fólki sem bjó á Brimilsvöllum á fyrri tímum. Hún sagði okkur að fólk hefði haft búsetu allt frá Búlandshöfða og að Enni. Brimilsvellir var fjölmennur staður og á einhverjum tímapunkti bjuggu fleiri þar en í Reykjavík. Á Brimilsvöllum var óðalsbóndi sem var ekki tilbúinn að deila jörðinni sinni með öðrum sem gerði það að verkum að fólk fór að flytja smám saman til Ólafsvíkur, en það mun hafa verið upphafið að myndun byggðarinnar. Frá kirkjunni var gengið að hlöðunni þar sem krakkarnir fengu tækifæri til að gefa hestunum að éta og klappa þeim. Ánægjuleg og afar fróðleg heimsókn til þeirra hjóna og þökkum við þeim kærlega fyrir okkur. EndFragment

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page