top of page
Search

Björn Breiðvíkingakappi

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • May 5, 2017
  • 1 min read

Nokkrir kaflar úr Íslendinga sögunni Eyrbyggju eru hluti af námi í átthagafræði og íslensku og nemendur í 8.-10. bekk í Lýsuhólsskóla hafa nú farið yfir þá. Einn þráður í sögunni fjallar um Björn Breiðvíkingakappa sem bjó á Kambi í Breiðuvík. Sigurður Hjartarson, sem á heima á Stóra Kambi í Breiðuvík og er fyrrverandi nemandi skólans, hefur tekið söguna um Björn upp á sína arma og flytur hana fyrir ferðamenn sem koma í hestaferðir á Stóra Kambi. Sagan verður ljóslifandi í flutningi Sigurðar og hann býr sig upp að sögutímans hætti sem gerir flutninginn enn áhugaverðari.

Við báðum Sigurð að koma í skólann og flytja Bjarnar þátt Breiðvíkingakappa fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Það var auðsótt mál, hann kom í gær, mánudaginn 24. apríl, í fullum herklæðum og vakti mikla lukku meðal nemenda og starfsfólks sem hlýddi og horfði á. Við kunnum Sigurði bestu þakkir fyrir.

StartFragment

EndFragment

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page