Átthagafræði
8. bekkur fór í Átthagafræðiferð á Búðir í gær. Ragnhildur Sigurðardóttir sagði nemendum frá lífinu á Búðum fyrr á öldum, þar lagðist byggð af vegna skorts á fersku vatni. Þá sagði hún sögur sem tengjast umhverfinu á Búðum, m.a. nokkrar hryllingssögur af Axlar-Birni. Hópurinn hreinsaði upp allt rusl við ströndina og endaði svo í súpuboði á Hótel Búðum.
Veðrið lék við okkur eins og ávallt í þessari ferð sem er farin á hverju vori og er samstarfsverkefni GSNB, Soroptimistaklúbbs Snæfellsness og Þjóðgarðsins. Búðaferðinni var flýtt að þessu sinni til þess að hreinsa ströndina í tengslum við Norræna strandhreinsunardaginn sem verður á laugardaginn 6. maí. Ekki liggur fyrir hver þungi afrakstursins er, en ljóst að plastið er í miklum meirihluta.
Myndirnar tók © diana lukas-nülle/northwhile