Frábær árangur
Stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin í 19. sinn þann 24. mars síðastliðinn, í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í ár tóku tæplega 150 nemendur þátt, um 60 úr 8. bekk, 60 úr 9. bekk og um 30 úr 10. bekk og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Þátttakendur komu úr átta grunnskólum af Vesturlandi auk þess sem nemendur úr Klébergsskóla á Kjalarnesi mættu. Frá okkar skóla tóku 9 nemendur þátt í keppninni.
Laugardaginn 8. apríl voru svo afhentar viðurkenningar fyrir góðan árangur. Allir okkar nemendur voru á meðal 20 efstu í sínum bekk. Sex þeirra fengu viðurkenningar fyrir að vera á meðal tíu efstu, tvö úr hverjum bekk. Tvö hrepptu peningaverðlaun en það voru þau Kristinn Jökull Kristinsson sem var í fyrsta sæti í 9. bekk og Fehima Líf Purisevic sem var í öðru sæti í 10. bekk. Óskum við öllum okkar þátttakendum, foreldrum þeirra og kennurum til hamingju með þennan frábæra árangur.