top of page

Nemendur að standa sig vel


Nemendahópurinn okkar er mjög fjölbreyttur og hæfileikaríkur á ýmsum sviðum. Það er mikilvægt að við stöndum við bak þeirra, gefum þeim tækifæri til að blómstra og ræktum hæfileika hvers og eins. Nemendur skólans hafa tekið þátt í ýmsum keppnum eða viðburðum, má þar nefna:

  • Lið skólans tók þátt í Skólahreysti og stóð sig mjög vel, það lenti í 4. sæti með 36 stig en liðið sem var í fyrsta sæti var með 38,5 stig. Liðið í ár skipuðu þau Birgir Vilhjálmsson í 10. bekk, Bjarni Arason 10. bekk, Birgitta Sól Vilbergsdóttir 9. bekk og Minela Cnac 8. bekk. Varamenn voru Margret Vilhjálmsdóttir 8. bekk og Emil Steinn Clausen í 9. bekk.

  • Nemendur úr sjöunda bekk, þau Sigurbjörn Ágúst, Sædís Rún og Sunna Líf stóðu sig mjög vel á Stóru upplestrarkeppninni.

  • Níu nemendur tóku þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna á Akranesi. Þegar þetta er skrifað liggja úrslit ekki fyrir.

  • Kristinn Jökull Kristinsson, nemandi í 9. bekk, komst í úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni og fór í úrslitakeppnina sem fór fram í Menntaskólanum í Hamrahlíð.

  • Birta Guðlaugsdóttir er í byrjunarliði U17 ára landsliði kvenna í knattspyrnu sem þessa dagana er að leika í Portúgal þar sem leikinn verður milliriðill fyrir EM 2017 sem mun fara fram í Tékklandi í maí.

  • Á grunnskólamóti Glímusambands Íslands náði Bergur Már Sigurjónsson 3. sæti í 7. bekk og Jakob Roger Bragi Sigurðsson varð í 4. sæti í 9. bekk.

Það er rétt að ítreka það að við leggjum áherslu á að allir rækti hæfileika sína, fái tækifæri til að spreyta sig á sínu sviði og geri sitt besta hverju sinni. Skori sjálfa sig á hólm með það að leiðarljósi að allir eru sigurvegarar. Til hamingju öll með ykkar árangur.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page