Minningargjöf um Guðmund Sigurmonsson, fyrrverandi skólastjóra Lýsuhólsskóla
Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóli fékk á dögunum styrk til minningar um Guðmund Sigurmonsson sem var skólastjóri Lýsuhólsskóla á árunum 1976-2005. Gefendur eru Jónína Þorgrímsdóttir, ekkja Guðmundar, og kvenfélagið Sigurvon. Skólinn mátti ráða hvað keypt væri fyrir styrkinn og fyrir valinu varð að kaupa hljóðfæri til tónmenntarkennslu. Keypt voru nokkur stafspil, stundum nefnd sílófónar. Stafspilin henta einstaklega vel í hópkennslu, þau þarf aldrei að stilla og þau eru afar endingargóð.
Hljóðfærin voru formlega afhent og kynnt á árshátíð nemenda skólans, 25. mars 2017.
Við erum afar þakklát fyrir rausnarlegan styrk og ánægð með hljóðfærin okkar sem okkur finnst vera varanleg og viðeigandi minning um Guðmund Sigurmonsson.
Tekið af heimasíðu Lýsuhólsskóla.
StartFragment
EndFragment