Árshátíð nemenda GSnb Lýsuhólsskóla
Árshátíð nemenda GSnb Lýsuhólsskóla var haldin laugardaginn 25. mars.EndFragment
Sýnt var myndband frá ýmsum verkum leikskólanemenda, þ.á.m. brot úr ýmsum ævintýrum sem þau höfðu skellt sér í að leika s.s. Búkollu og Kiðlingunum sjö.EndFragment
Nemendur 1.-4. bekkjar fluttu leikritið Systkinin og krummarnir sem byggir á þjóðsögninni um „að hrafninn launar fyrir sig“. Sigrún Katrín Halldórsdóttir bjó til leikgerðina. Í lokin flutti hópurinn, með söng, leik og hljóðfæraslætti, kvæðið um Krumma sem svaf í klettagjá.EndFragment
Nemendur 7.-10. bekkjar léku leikritið Ávaxtakörfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, með leik, söng og dansi eins og Ávaxtakörfunni tilheyrir.
Að leik- og söngdagskrá lokinni var haldin tombóla til styrktar SOS barnaþorpum og gestir þáðu kaffiveitingar sem voru í umsjón foreldrafélags. Þess má geta að 31.000 krónur söfnuðust á tombólunni.
Árshátíðin var fjölsótt að venju og heldur meira en það, nánast húsfyllir. Gestir gerðu góðan róm að frammistöðu nemenda og kaffiborðinu góð skil.
Við þökkum kærlega öllum sem sáu sér fært að gleðjast með okkur þennan dag
Tekið af heimasíðu Lýsuhólsskóla
StartFragment
EndFragment