top of page
Search

Bland í poka á miðstigi

  • Writer: hugrune
    hugrune
  • Mar 9, 2017
  • 1 min read

StartFragmentGrunnskólarnir á Snæfellsnesi taka þátt í þróunarverkefni í samstarfi við Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands sem ber nafnið “Göngum í takt”. Þróunarverkefnið sem er samstarfsverkefni allra grunnskólanna á Snæfellsnesi gengur út á að innleiða teymiskennslu með markvissum hætti. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar ákváðu umsjónarkennarar á miðstigi ásamt Hugrúnu verkefnastjóra að blanda öllum nemendum í 5 hópa og kallast þetta samstarf “Bland í poka”. Kennararnir leggja fyrir margvísleg og skemmtileg verkefni sem nemendur leysa í blönduðum hópum. Lagt er upp með að reyna á ímyndunarafl og sköpun hjá nemendum. Eitt verkefnanna var að gera skólamerki GSNB úr gostöppum. Gostapparnir eru í sama lit og skólamerkið, hvítir, bláir og ljósbláir. Allir nemendur á miðstigi komu að gerð skólamerkisins og það var virkilega gaman að fylgjast með hvernig það þróaðist. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig skólamerkið lítur út í dag. EndFragment

 
 
 

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00

bottom of page