top of page

Lokahátíð


Lokahátíð Lestrarátaks Ævars Vísindamanns var haldinn hjá 1. til 4. bekk í dag. Átakið stóð yfir frá 1. janúar til 1. mars og krakkarnir lásu samtals 1177 bækur eða að meðaltali las hvert barn 15 bækur. Veittar voru alls kyns viðurkenningar af þessu tilefni. 1. bekkur fékk hvíta hestinn fyrir Flestar lesnar bækur. 2. bekkur hlaut Bláa strumpinn fyrir að lesa flestar blaðsíður. 3. bekkur hlaut Silfurfílinn fyrir fjölbreyttasta bóka valið og 4. bekkur hlaut Rauða riddarann fyrir að lesa Erfiðustu bækurnar. Lestrarátakið heppnaðist mjög vel. Einnig voru dregin út ein bókaverðlaun úr miðlinum sem svo voru sendir til Ævars og það var Eyrún Birta Ísfjörð Arnórsdóttir í 1. bekk sem var dregin út.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page