Heimsókn á Dvalarheimilið Jaðar
Þriðjudaginn 31. janúar fóru nemendur 1. bekkjar í heimsókn á Dvalarheimilið Jaðar og sungu nokkur þorralög fyrir heimilisfólkið sem þeir hafa verið að æfa í skólanum. Þetta er hluti af markmiðum átthagafræði skólans þ.e. að nemendur kynnist umhverfi sínu og heimsæki stofnanir. Nemendur spjölluðu við og sungu með heimilisfólkinu og fengu að launum góðar veitingar. Almenn ánægja var með heimsóknina.EndFragment