top of page

Fréttabréf GSnb


Frá síðasta fréttabréfi hefur hver viðburðurinn rekið annan. Slíkir viðburðir auðga skólastarfið og sýna hversu öflugt starf er unnið undir merkjum skólans og ætla ég að stikla á þeim helstu:

  • Útvarp GSnb var í loftinu í þrjá daga um miðjan desember.

  • Lýsustarfstöðin fékk Grænfánann afhentan í sjöunda sinn, 20. desember.

  • Ný heimasíða skólans fór í loftið á nýju ári.

  • Ásrún Kristjánsdóttir kenndi nemendum í 1.-10. bekk Lýsustarfstöðvar dans í þrjá daga og lauk þeirri kennslu með sýningu.

  • Danskennsla í 1.- 4. bekk á Hellissandi er á fullu þessa dagana undir stjórn Lilju Stefánsdóttur. Hver bekkur fær eina viku sem endar með danssýningu.

  • Á skákdaginn var skákin höfð í hávegum og æfð. Við fengum góða gesti í heimsókn.

  • 100 daga hátíðin var haldin hátíðleg á starfstöðinni á Hellissandi þegar liðnir voru 100 dagar af skólaárinu.

  • Í lok janúar var átthagafræðiþema á starfstöðinni í Ólafsvík. Nemendur unnu að verkefnum samkvæmt námskrá skólans í átthagafræðum.

  • Fundir fyrir foreldra um framkvæmd námsmats í skólanum og annar fundur þar sem niðurstöður eineltiskannana voru kynntar.

  • Á degi stærðfræðinnar var lögð áhersla á vinnu sem tengist rúmfræði, mælingum og öðrum hlutbundnum verkefnum.

  • Unnin verkefni í tengslum við tannverndarvikuna.

  • Læsisátak fyrir nemendur í 5.-10. bekk og allir nemendur prófaðir í lestri.

  • Fyrirlestur fyrir starfsfólk um jákvæða sálfræði.

  • Þessa dagana eru nemendur í 9. bekk í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugum.

Uppbrot á hefðbundnu skólastarfi kallar á góða undirbúningsvinnu, gott skipulag og samstarf, jafnt innan skólans sem við nærsamfélagið. Vil ég þakka öllum sem komu að þessum viðburðum.

Hægt er að ná í nýjasta fréttabréfið hér og einnig undir linknum fréttbréf á heimasíðu GSnb.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page