Hundraðdagahátíð
Á miðvikudaginn héldum við í 1. - 4. bekk hundraðdagahátíð í tilefni af því að þá vorum komnir 100 skóladagar. Nemendum var skipt í fjóra hópa og fóru á fjórar mismunandi stöðvar sem allar reyndu á að vinna með töluna 100. Einnig fengu nemendur hundraðtöflu sem þeir áttu að raða á 10 stk. af 10 mismunandi matartegundum. Að lokum var notaleg stund í hverri bekkjarstofu þar sem nemendur nutu þess að borða afraksturinn.