top of page

LÆSI - Samvinnuverkefni heimilis og skóla


Miðvikudaginn 18. janúar munu niðurstöður lestrarprófa MMS (Menntamálastofnun) síðan í október birtast í verkefnabók nemenda á Mentor. Á sama tíma birtast lestrarviðmið MMS á heimasíðu skólans. Lestrarpróf verða framvegis lögð fyrir í september, janúar og maí skv. áætlun MMS.

Til þess að skerpa á lestrarfærni nemenda í 5.-10. bekk ætlum við að taka LESTRARSPRETT og gefa þannig öllum tækifæri til að bæta lestrarhraðann. Lestrarspretturinn stendur yfir í 2 vikur, dagana 16.-29. janúar og verður með svipuðu sniði og áður.

1.-4. bekkur tekur þátt í Lestrarátaki Ævars vísindamanns sem stendur til 1.mars. Nánari upplýsingar um átakið má sjá á síðunni http://www.visindamadur.com/lestraratak

Mikilvægt er að allir lesi upphátt heima fyrir fullorðinn einstakling og séu leiðréttir ef þörf er á. Sjá nánar Mentorpóst sem sendur var foreldrum í dag.​

Nemendur í 1.-10. bekk verða lestrarprófaðir dagana 16.-29. janúar, skv. áætlun MMS .

Læsisteymi GSNB

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page