Fuglaverkefni í 4.b

27.09.2016

 

Í dag kláraði 4. bekkur verkefnið sitt um fugla. Þau hafa verið að læra um fugla í haust, fóru í vettvangsferð á Rif til að athuga hvort þar væru fuglar, tóku myndir og skoðuðu sig um. Börnin unnu tvö og tvö saman að rafbók í spjaldtölvum um fugl sem þau völdu sér, leituðu upplýsinga bæði á netinu og í bókum. Teiknuðu og lituðu myndir, lásu upp texta og kynntust hljóðum hinna ýmsu fugla. Þau kynntu svo bækurnar sínar fyrir bekkjarfélögum sínum og verða þær svo sendar heim til foreldra í dag. Verkefnið kláruðum við svo með því að fara í spurningakeppni og notuðum forrit sem heitir Kahoot. Skemmtu börnin sér mjög vel bæði í verkefnavinnunni og í spurningakeppninni. Myndirnar eru frá spurningakeppninni.

Please reload

​Nýjar fréttir
Please reload

Eldri fréttir
Please reload

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00