top of page

Átthagaferð í kringum Snæfellsjökul


Í dag fór 9.bekkur í Átthagaferð hringinn í kringum Snæfellsjökul og voru í hlutverki leiðsögumanna. Nemendur fóru yfir jarðfræði eldstöðvakerfis Snæfellsjökuls og Bárðarsögu Snæfelláss. Á meðan fræðslan fór fram skráðu nemendur hjá sér nokkra fróðleiksmola. Hér er sýnishorn nokkurra þeirra; Ólafsvíkurenni er 418 m að hæð. Væjuhraun er yngsta hraunið við Snæfellsjökul. Prestahraun kom úr Rauðhólum. Móðulækur rennur niður Eysteinsdalinn. Saxhólar: Litli Saxhóll (syðri gigurinn)er 109 m að hæð og Stóri Saxhóll er 125 m að hæð. Hólahólar er gigaþyrping norðan við Beruvíkurhraun. Einnig skráðu þau mikið af upplýsingum um staðhætti og atburði úr Bárðarsögu.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page