top of page

Stóra upplestrarkeppnin


Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk á Snæfellsnesi lauk formlega í gær með lokahátíð sem haldin var í Grundarfjarðarkirkju. Markmiðið með keppninni er að leggja rækt við vandaðan upplestur.

Fulltrúar skólanna þriggja sem lásu í gær stóðu sig allir með sóma og var ánægjulegt að hlusta á þá. Nemendur okkar skóla í keppninni voru þau Gylfi Snær Aðalbergsson, Jóhanna Magnea Guðjónsdóttir og Minela Crnac.

Stóðu þau sig öll vel, lásu skýrt og áheyrilega. Úrslitin fóru á þann veg að Jóhanna Magnea varð í fyrsta sæti, Minela í öðru sæti og Birta Sigþórsdótti úr Grunnskóla Stykkishólms í því þriðja.

Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn og þökkum kennurum og fjölskyldum þeirra fyrir góðan undirbúning.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page