top of page

112 ára kennslureynsla kveður


Þetta vorið sögðu Anna Björk Guðjónsdóttir, Hildur Sveinbjörnsdóttir, Hrafnhildur Arna Árnadóttir, Hrönn Þórisdóttir, og Katrín Aðalheiður Magnúsdóttir upp stöðum sínum við skólann.

Hildur hefur kennt við skólann í 30 ár, Hrönn hefur kennt í 42 ár þar af 21 ár við skólann og Katrín er að ljúka sínu 40. ári í kennslu, þarf af níunda árinu við skólann. Við brotthvarf þeirra þriggja hverfur 112 ára kennslureynsla!

Anna starfaði þrjú ár sem stuðningfulltrúi við skólann og Hrafnhildur tvö ár sem stuðningsfulltrúi.

Við þökkum þeim innilega fyrir vel unnin störf við skólann og óskum þeim velfarnaðar í þeim verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page