top of page

Í upphafi skólaárs

Þá er fyrsti dagurinn á þessu skólaári hafinn. Mikill spenningur í okkur í skólanum og nemendum. Það eru nokkur atriði sem ég vil koma á framfæri, þ.e.:

  • Nemendur sem tóku þátt í sumarlestrinum skili lestrarbæklingunum fyrir 29. ágúst til umsjónarkennaranna sinna.

  • Líkt og síðustu skólaár þurfa nemendur að leggja sér til blýanta, strokleður og yddara. Önnur ritföng fá þeir hjá skólanum.

  • Allir nemendur fá mat í skólanum þessa viku en næsta mánudag fá aðeins þeir sem hafa skilað inn mataráskrift. Umsóknareyðublöð vegna mötuneytis og lengdrar viðveru (Skólabær), eru inn á heimasíðu skólans. Foreldrar eru beðnir um að skila umsóknum rafrænt til Lilju aðstoðarskólastjóra, á netfangið lilja@gsnb.is

  • Íþróttir verða úti til að byrja með. Nemendur þurfa að vera klæddir með tilliti til þess og allir fara svo í sturtu í lok hvers tíma.

  • Upplýsingar um Mentor:

Meðfylgjandi eru upplýsingar fyrir aðstandendur í skólunum og helstu upplýsingar um það hvernig þeir geta stofnað sér aðgang og fleira. Þessu skjali megið þið í skólunum deila með aðstandendum að vild.

Handbækur fyrir aðstandendur og nemendur sem geta nýtt sér kerfið er að finna á heimasíðunni okkar undir Aðstoð, sjá: Aðstoð - InfoMentor

Þá viljum við vekja sérstaka athygli á að forráðamenn verða að stilla sýnileika sinn á tengiliðalista á Minn Mentor svæði aðstandenda. Ef forráðamenn stilla ekki sýnileika sinn gagnvart öðrum aðstandendum í bekk fá þeir ekki póst frá öðrum aðstandendum t.d. boð í afmæli og slíkt. Því er mikilvægt að a.m.k. einn forráðamaður sé með opið á sýnileika. Stillingar þessar eru útskýrðar nánar í handbókinni.



Við sem í skólanum störfum hlökkum til komandi skólaárs. Við væntum góðs samstarfs við ykkur á og skulum í sameiningu stefna að því að skólaárið verði okkur öllum ánægjulegt og árangursríkt.

Við hvetjum foreldra til að styðja nemendur við að koma sér upp heilbrigðum og jákvæðum venjum sem taka mið af því að borða hollan mat, hreyfa sig daglega, koma sér upp góðum svefnvenjum, rækta vinskapinn við félagana, skammta sér skjátíma og síðast en ekki síst að lesa daglega! Slíkar venjur auka líkur á að nemendum líði betur og þeir séu betur undirbúnir til að takast á við krefjandi verkefni.


Með vinsemd og virðingu

Hilmar Már Arason, skólastjóri







ความคิดเห็น


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page