Æfingin skapar meistarann...
Sumarlestur Gsnb
Í vetur voru lögð fyrir þrjú lesfimipróf í öllum bekkjum skólans. Undanfarin ár höfum við séð marga nemendur koma í skólann eftir sumarfrí sem hafa misst niður lestrarfærni sem þeir náðu að vori. Það getur tekið nemendur langan tíma að vinna upp lestrarfærni og því minnum við á mikilvægi sumarlesturs.
Í ár ætlum við að tengja saman lestur og íþróttir og yfirskriftin er ,,Æfingin skapar meistarann”.
Skólinn er í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar og hvetjum við nemendur til að fara á bókasafnið. Nemendur í 5.-10. bekk fá bókasafnskort frítt.
Lestrarheftinu skal skilað til umsjónarkennara 27. ágúst.
Comments