top of page

Átthagafræði

Í vetur hefur verið unnið að fjölbreyttum verkefnum samkvæmt námskrá í átthagafræði við skólann okkar. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir víða um Snæfellsbæ og fengið gesti til sín sem fræddu þá um tiltekin atriði. Þannig hafa þeir t.a.m. kynnst fyrirtækjum, sögum, söfnum, fólki og náttúru um leið og þeir hafa fengið að upplifa og kynnast bæjarfélaginu sínu betur.


Heimasíða átthagafræðinnar https://www.atthagar.is/ hefur nú verið uppfærð. Í gær birtum við inn á síðunni nýja útgáfu af námskránni og verkefni bekkja hafa verið endurskoðuð og uppfærð. Við bendum á fréttabloggið https://www.atthagar.is/blog þar sem kemur fram það nýjasta í starfinu okkar. Auk þess er nýr flipi á síðunni sem heitir Fræðsluhornið þar sem má lesa nánar um átthagafræðina.


Hvetjum ykkur til að skoða síðuna.



Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page