top of page

Áfram sumarlestur!Í vetur voru lögð fyrir þrjú lesfimipróf í öllum bekkjum skólans. Undanfarin ár höfum við séð marga nemendur koma í skólann eftir sumarfrí sem hafa misst niður lestrarfærni sem þeir náðu að vori. Það getur tekið nemendur langan tíma að vinna upp lestrarfærni og því minnum við á mikilvægi sumarlesturs.


Þemað í ár er við erum öll ofurhetjur!


Skólinn er í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar og hvetjum við nemendur til að fara á bókasafnið og velja sér bækur sem þá langar að lesa og skrá inn í sumarlestrarbæklinginn sem á að skila til umsjónarkennara mánudaginn 2. september.


Verum duglega að lesa í sumar!

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page