Læsi

Þótt þeim verkfærum, sem nota má í skólastarfi hafi fjölgað, dregur það þó engan veginn úr mikilvægi ritunar og lesturs í hefðbundnum skilningi. Sem fyrr skiptir það miklu máli að börn nái tökum á tiltekinni lestrar- og ritunartækni en athyglin beinist nú jafnframt að allri þeirri tækni sem nemendur geta notað í samskiptum, námi og merkingarsköpun – í þágu sjálfra sín og samfélagsins. Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast á persónulegan og  skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á.

Þættir sem unnið er með nú þegar og þarf að auka og styrkja:

 • Nemendur vinni verkefni tengd samfélaginu til að efla tengsl skólans við samfélagið.

 • Notast við Pals lestraraðferðir til að auka valmöguleika nemenda í lestri.

 • Nemendur notst við hóplæsi og þjálfi sig í samvinnu í leiðinni.

 • Kennarar nýti „Orð af orði“ námsaðferðina í öllum bekkjum og aðlagi hana að aldri og þroska nemenda.

 • Nemendur vinni þemaverkefni sem tengjast ákveðinni bók eða rithöfundi. Athugi og nýti möguleika s.s. að fá höfund í heimsókn.

 • Nemendur haldi upplestur á ákveðnum stöðum úti í samfélaginu í tengslum við þemaviku eða bókmenntaviku.

 • Lögð verði áhersla á að kenna upplýsingamennt svo að nemendur öðlist meiri færni í notkun nútíma miðla m.a. við gerð hljóðupptaka, kvikmynda og klippinga og flétti þessa þætti inn námið.

 • Auka vinnu með mismunandi læsisþætti og samþætta þá í verkefnum sem innihalda tölvunotkun, bækur og ritun.

Þættir sem verið er að vinna að:

 • Marka skýra stefnu í lestrarkennslu sem er samræmd fyrir allan skólann í heild sinni.

 • Samræma lestur og þá þætti sem tengjast lestrarvinnu á milli yngsta stigs og miðstigs.

 • Nemendur fái þjálfun í stafrænu læsi sem inniheldur bæði myndir og texta.

 • Nemendur eflist í upplýsingalæsi með því að leita að upplýsingum á margvíslegan hátt og öðlist þar af leiðandi meira sjálfstæði við upplýsingaöflun.

 • Nemendur öðlist betra læsi og skilning á samfélaginu með því að lesa meira af efni sem tengist samtímanum. Þannig má auka lestur á samtímaefni og vinna verkefni úr fréttatengdu efni dagblaða og netmiðla sem felur í sér að lesa, skrifa og kynna eitthvert ákveðið efni.

 • Kennarar nýti sér umhverfið og samfélagið til að auka læsi nemenda á þeim þáttum sem almenningur nýtir sér daglega til dæmis í umferðinni s.s. áætlunarferðir og veðurkort.

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00

 • Twitter Social Icon
 • Facebook Social Icon
 • YouTube Social Icon