30.04.2020

Mánudaginn 4. maí hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá. Sundkennsla og kennsla í list- og verkgreinum hefjast að nýju, reglur í skólabíl fara í fyrra horf, Skólabær og mötuneytið opna á ný.

Nokkrir punktar sem við þurfum að gæta vel að

    Halda fullorðnum innan við 50 í hverju rými, starfsfólki og gestum.

    Það séu 2 m á milli fullorðna

    Engar fjöldatakmarkanir gilda um nemendur

    Aðgengi að skólanum er takmarkað, gestir velkomnir en þeir láti vita af komu sinni og panti tíma.

Sjá ná...

27.04.2020

Þriðjudaginn 28. apríl og fimmtudaginn 30. apríl verði „Heimaskóli“ hjá 8.-10. bekk í GSnb, norðan Heiðar. Miðvikudaginn 29. apríl verður sama fyrirkomulag hjá 7. bekk, norðan Heiðar.

Það liggja aðallega tvær ástæður að baki þessari ákvörðun, báðar þess eðlis að við viljum nýta á jákvæðan hátt þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna Covid-19. Annars vegar að flestir aðrir skólar í landinu hafa verið með fjarnám/heimaskóla á unglingastigi að einhverju eða öllu leyti, hins vegar að gott er fyrir okkur að prófa þessa leið...

24.04.2020

Gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir veturinn.

Veturinn er búinn að vera viðburðaríkur og verður lengi í minnum hafður. Við höfum fengið mörg ögrandi viðfangsefni að glíma við, s.s. ótíð og kórónuveirufarald. Faraldurinn er í rénun í íslensku samfélagi. Læknar óttast þó að bakslag geti orðið verði ekki farið að öllu með gát. Faraldurinn virðist ekki leggjast af miklum þunga á börn og ungmenni. Engin smit eru þekkt frá barni til fullorðins. Þær reglur sem nú gilda og breytingar á þeim taka mið af því. 

Á þessum tengli er nýtt F...

22.04.2020

Heilt yfir hefur skólastarfið í Grunnskóla Snæfellsbæjar gengið mjög vel. Sunnandeildin á Lýsu hefur ekki þurft að breyta miklu í sínu skipulagi. Þess er gætt að leikskóla- og grunnskólabörn matist ekki á sama tíma og umgengni þar á milli er takmörkuð eins og hægt er. Norðan Heiðar slepptum við öllum frímínútum, sundi, innanhússíþróttum, list- og verkgreinum. Við þurftum að fjölga ferðum skólabíls að morgni og í lok dags, tryggja að aldrei væru fleiri en 20 nemendur í bílnum hverju sinni og ekki mátti „krossa“ á milli bekkja...

14.04.2020

Skóli hefst þriðjudaginn 14. apríl, samkvæmt skóladagatali og eftir því skipulagi sem við vorum farin að vinna eftir fyrir páska. Nú í apríl eru þrjár vikur og allar eru þær með fjóra vinnudaga. Í þessari viku er annar í páskum í dag, í næstu viku er Sumardagurinn fyrsti fimmtudaginn 23. apríl og vikunni þar á eftir er verkalýsðsdagurinn, föstudaginn 1. maí.

Við þessar aðstæður er ekki hægt að veita nemendum kennslu í samræmi við aðalnámskrá. Kennsluáætlanir með sínum hæfniviðmiðum og matsviðmiðum verðum við að leggja til hli...

06.04.2020

Páskafrí er frá 4. apríl til 13. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Skrifstofa skólans er lokuð í fríinu en hægt er að hafa samband við skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is eða í síma 894 9903. 


Starfsfólk skólans sendir nemendum sínum, foreldrum þeirra og aðstandendum bestu kveðjur með óskum um ánægjulega páska. 


Skóli hefst að loknu fríi þriðjudaginn 14. apríl.​


Gleðilega páska
 

06.04.2020

Nú í apríl stendur Mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Barna- og ungmennabókahöfundurinn Gunnar Helgason er sérstakur talsmaður verkefnisins sem kallast Tími til að lesa.  Árangur lestursins er mældur í tíma, þar sem Íslendingar eru hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni timitiladlesa.is. Þar geta þátttakendur líka fylgst með sameiginlegum lestri þjóðarinnar frá degi til dags...

03.04.2020

Frá og með deginum í dag hefst páskafrí hjá nemendum og starfsfólki. Nánar um skipulag og fréttir úr skólastarfinu er á þessari slóð þar sem er að finna fjórða Fréttaskotið okkar, á skömmum tíma - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/03042020/home?authuser=1

Það er tvennt sem við viljum bæta við það sem kemur fram í Fréttaskotinu en það er að fólk sé sem mest heima við yfir hátíðirnar og hvetjum fólk til að setja upp rakningar appið í símana sína - sjá nánar https://www.covid.is/app/is

Hafið það sem best yfir hátíðirnar...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00