29.11.2019

Á miðvikudaginn voru jólatónleikar Skólakórsins haldnir í kirkjunni í Ólafsvík. Þessir tónleikar eru árlegur viðburður og í hugum margra fyrsta teikn þess að jólin séu að koma. Tónleikarnir voru vel sóttir eins alltaf, það myndaðist góð stemming, dagskráin var mjög lífleg og skemmtileg og kórstjórinn fékk m.a. til að syngja með og taka sporið! Kórinn okkar er skólanum og samfélaginu öllu til mikils sóma. Veronika Osterhammer stjórnar kórnum og Nanna Aðalheiður Þórðardóttir sér um undirleik, þeim eru færðar kærar þakkir fyrir...

29.11.2019

Mánudaginn 25.11. kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn á starfstöðvar skólans í Ólafsvík og á Lýsu. Hann hitti nemendur tíundabekkja með fyrirlesturinn „Vertu ástfanginn af lífinu“ þar sem hann fjallaði m.a. um að það er ekki sjálfgefið að ná árangri í lífinu. Flestir sofni í þægindahringnum og óttinn við að mistakast komi í veg fyrir að fólk láti draumana rætast. Mikilvægt sé að hafa hugfast að lífið sé núna. Hvert augnablik sé dýrmætt og það skipti máli að setja sér markmið, gera góðverk, hrósa og vinna litla sigra alla daga...

28.11.2019

Barnabókahöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsóttu Grunnskóla Snæfellsbæjar þriðjudaginn 26. nóvember. Fyrst hittu þær nemendur 1. – 4. bekkjar á Hellissandi. Síðan hittu þær nemendur 5. – 7. bekkjar í Ólafsavík og að lokum fóru þær í Lýsuhólsskóla. Þær fjölluðu um starf höfundarins, mikilvægi þess að lesa bækur og það hvernig veiða má hugmyndir. Einnig lásu þær úr nýútkomnum bókum sínum, Kennarinn sem hvarf, Langelstur að eilífu og Nærbuxnanjósnararnir, og sögðu nemendum frá tilurð þeirra. Nem...

28.11.2019

Þriðjudaginn 26.11. 2019 var haldinn samráðsfundur nefnda og ráða sem starfa að hagsmunum G.Snb. Þeir sem voru boðaðir á fundinn voru stjórnunarteymi skólans, stjórnir nemendaráðanna, stjórnir foreldrafélaganna, skólaráð skólans og fræðslunefnd eða 40 manns. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hótel Búða, Bárðarstofu. Tilgangur fundarins var að kynna stefnu og stöðu skólans, að nefndarfólk kynnist, fá umræður og hlusta eftir mismunandi sjónarmiðum nefndafólks.
Á fundinum kynnti skólastjóri starfsáætlun og skólanámskrá skólans....

18.11.2019

Dagur íslenskrar tungu var þann 16. nóvember síðastliðinn. Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar tóku forskot á sæluna og héltu daginn hátíðlegan á föstudeginum 15. Voru haldnar samkomur á sal hjá 1. til 4. bekk á Hellissandi og 5. til 7. bekk í Ólafsvík. Á Hellissandi sungu nemendur íslensk lög og tilkynnt var um úrslit í smásagnasamkeppni bekkjanna en nemendur 4. bekkjar sáu um að kynna dagskránna. Eftirfarandi nemendur unnu til verðlauna fyrir sögur sínar: Aron Eyjólfur Emanúelsson í 1. bekk, Viktor Adam Jacunski í 2.bekk,...

15.11.2019

Nú í skammdeginu er mikilvægt að gangandi vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni og séu með endurskinsmerki á utanyfirfatnaði og töskum. Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett. Best er að hafa þau eins neðarlega og hægt er eins. Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn. Farsælast er að velja utanyfirfatnað, skó og töskur sem hafa endurskinsmerki á sér fyrir börnin. Þá er minnsta hætt­an á að þau gleymist eða týnist.

Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður g...

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00