Í tilefni þess að fjölmenningarhátíð Snæfellsness verður sunnudaginn 20. október ætlum við að vera með Menningarmót í skólunum í Grundarfirði og Snæfellsbæ dagana 16.-18. október.
Menningarmótsverkefnið, sem er líka þekkt undir nafninu „Fljúgandi teppi”, er þverfagleg aðferð í starfi með börnum og fullorðnum, hugsuð til þess að varpa ljósi á styrkleika og fjölbreytta menningarheima þátttakenda.
Menningarmót má útfæra í flestum námsgreinum og námssviðum. Þau tengjast oft vinnu með sjálfsmynd nemenda, tilfinningar, tjáningu og í...