12.06.2019

Við óskum öllum gleði- og sólríkra daga í sumar um leið og við þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt skólaár. Skólinn verður settur á ný fimmtudaginn 22. ágúst og mun kennsla hefjast samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.

Skrifstofa Grunnskóla Snæfellsbæjar er lokuð frá og með 24. júní vegna sumarleyfa. Skrifstofan opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst. Þeir sem eiga brýn erindi við skólann meðan skrifstofan er lokuð geta sent póst á skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is. Minnum á heimasíðu skólans, https://www.gsnb....

06.06.2019

Ný námskrá í átthagafræði fyrir skólaárið 2019-2020 hefur nú verið birt á heimasíðu átthagafræðinnar ( https://www.atthagar.is/ ). Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna okkar þar sem hægt er að sjá ýmislegt sem nemendur hafa tekið sér fyrir hendur í átthagafræðinni í vetur og hvernig námskráin er uppbyggð.

Alls hafa verið birt 34 verkefni þetta skólaár og vonandi hafið þið gaman af því að kynna ykkur þau. Við sendum öllum sem veittu okkur lið í vetur kærar þakkir fyrir þeirra þátt í að uppfræða nemendur um bæinn okkar, sögu h...

05.06.2019

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2019-2020 liggur nú fyrir. Það tekur mið af óskum og ábendingum fulltrúa skólasamfélagins og var lagt fram til kynningar og samþykktar hjá fræðslunefnd sveitarfélagsins, starfsfólki og skólaráði skólans.

Það eru tilmæli skólastjóra að foreldrar nýti frídaga á skóladagatali til fría ef stefnt er að þeim á skólaárinu. Munum að góð skólasókn eru hagsmunir barnsins og að skólinn gengur að öllu jöfnu fyrir öðrum verkefnum.

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00