28.02.2019

Miðvikudagskvöldið 27. febrúar fór fram undankeppni í upplestri í 7. bekk. Þar fór fram val á fulltrúum nemenda sem valdir voru til þátttöku í Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram þann 14. mars í Grundarfirði. Sextán nemendur tóku þátt að þessu sinni og stóðu sig allir með miklum ágætum. Þeir sem keppa fyrir hönd Grunnskóla Snæfellsbæjar eru Allan Purisevic, Emil Breki Hilmarsson og Matthildur Inga Traustadóttir. Sara Egilsdóttir var valin sem varamaður ef keppandi skyldi forfallast. Dómnefnd skipuðu þau Elva Ösp Magnúsdót...

14.02.2019

Sterk sjálfsmynd og jákvæð viðhorf eru besta vegarnestið út í lífið

Skilaboð Skólaþings Grunnskóla Snæfellsbæjar

„Hvaða eiginleikum og hæfni viljum við að nemendur sem útskrifast úr Grunnskóla Snæfellsbæjar búi yfir?“ Þessi spurning var rædd í þaula á Skólaþingi sem Grunnskólinn bauð til síðastliðinn miðvikudag, 6. febrúar. Þátttaka var mjög góð og umræður líflegar. Yfir 80 manns mættu á þingið, fólk á öllum aldri úr öllu sveitarfélaginu.

Að byggja upp persónulegan styrk og rækta jákvæð viðhorf er það sem skiptir mestu máli sam...

07.02.2019

Nemendur og starfsfólk í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar héldu 100 daga hátíð föstudaginn 1. febrúar. En þann dag sem einmitt var dagur stærðfræðinnar voru þau búin að vera 100 daga í skólanum þetta skólaár. Hátíðin byrjaði á því að allir hittust á sal þar sem skipt var í hópa en búið var að skipuleggja 3 stöðvar þar sem unnið var að verkefnum og spiluð spil sem tengdust tölunni 100. Þegar stöðvavinnu lauk endaði hátíðin á því að nemendur fengu að ná sér í 10 stykki af ýmsu sem gott er að gæða sér á til dæmis popp, s...

07.02.2019

Nú í vetur hafa nemendur á unglingastigi tekið þátt í spurningakeppni í skólanum sem fékk nafnið Viskan. Fyrirkomulag keppninnar er svipað og í Útsvari og nemendum því blandað saman í lið, voru þrír og þrír í liði. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og var keppt til úrslita nú eftir áramótin. Sigurvegarar í Viskunni 2018 voru þau Hreinn Ingi Halldórsson í 9. bekk, Eir Fannarsdóttir í 10. bekk og Benedikt Gunnarsson í 10. bekk. Sigurliðið fékk Viskuna afhenta en Viskan er farandbikar  og verður hann veittur á hverju ári ásamt...

06.02.2019

Mánudaginn 11. feb. 2019

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ólafsvík og Hellissandi

kl. 8:30 - 15:00

Please reload

GAGNLEGT

VIÐBURÐARDAGATAL

VERKEFNI

ÝMISLEGT

Fræðsluhefti

- góð ráð til foreldra -

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00